Höfundur: Hans H. Hansen

Hálendiskort í mælikvarða 1:300 000 er hluti af fjórðungskortaflokki Máls og menningar, þar sem megináhersla er lögð á hálendið, leiðir þess og sérkenni. Kortið er unnið í samvinnu við Ferðaklúbbinn 4×4 sem lagt hefur til GPS mælda slóða og staðsetningar á vöðum og skálum. Á kortinu eru skráðir GPS punktar við helstu vegamót hálendisins og á bakhlið þess eru lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum öræfanna ásamt ítarlegri skálaskrá. Hálendiskortið er ómissandi ferðafélagi fyrir alla þá sem hyggja á ferð um öræfi landsins.

  • Mælikvarði 1: 300 000
  • Útgefið 2019, 9. útg.
  • Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska
  • Stærð 100 x 70 cm / Þyngd 85 gr.

Kortið er einnig fáanlegt óbrotið (flatt) og/eða plastað. Hafðu samband við kortadeildina okkar til að fá nánari upplýsingar.

English:
This map of the Icelandic highlands, on the scale of 1:300 000, is a indispensable travel companion for your trip into the untouched wilderness. The map includes all major routes, GPS coordinates of all crossroads in the highlands, where to ford rivers and locations of cabins. On the reverse side there are descriptions and photographs of the area‘s main attractions.