Grímur Thomsen

Útgefandi: Háskólaútg
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 376 3.990 kr.
spinner

Grímur Thomsen

Útgefandi : Háskólaútg

3.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 376 3.990 kr.
spinner

Um bókina

Grímur Thomsen sameinaði tryggð við íslenska menningu og skilning á erlendum bókmenntum og þjóðlífi. Þessi tveggja heima sýn gaf skáldskap hans dýpt og tilfinningu. Þjóðin hefur lært og sungið ljóð hans, t.d. Á Sprengisandi, Á fætur (Táp og fjör og frískir menn) og Landslag (Heyrið vella á heiðum hveri). Kvæði og fræði Gríms Thomsen eru dýrgripir í menningararfi okkar.
Í bókinni Grímur Thomsen er fjallað um ljóðagerð Gríms, fræðistörf, menningarleg og pólitísk viðhorf og einnig um tröllasögur af honum. Efnið varpar nokkru ljósi á þann þversagnakennda skilning á þjóðerni, skáldskap og valdi sem löngum hefur einkennt íslenska menningu. Fjallað er um bréfaskriftir Gríms og aðrar heimildir en sagan sem fræðimenn tuttugustu aldar hafa sagt af þessum dula menni er ekki í samræmi við heimildir um hann.
Kristján Jóhann Jónssson dr. phil. er dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur birt margar greinar og ritdóma og gefið út bækur um bókmenntafræðileg efni af ýmsu tagi.

Tengdar bækur