Höfundar: Þórarinn Eldjárn, Sigrún Eldjárn

Í Grannmeti og átvöxtum er að finna 99 ljóð og einn Losarabrag – ort handa börnum og barnalegu fólki.

Hér skjóta upp kollinum veran Vera, Fjölleikafúsi, Eldgamla Ísafold og hjónin Sí og Æ. Einnig krókódíll og fjörulalli, fífill og óðinshani, Kjarval og Kiljan og margir fleiri.

Þórarinn Eldjárn fer hér á kostum í hugmyndaflugi og leik að orðum og Sigrún Eldjárn bætir um betur með leiftrandi myndum. Bókin sló rækilega í gegn þegar hún kom fyrst út.