Árin líða, næsta verkefni Dólgs nálgast. Fjölskyldan fer til Noregs og þar skiljast leiðir. Tara verður hjá Erlingi og Teresu á meðan foreldrar hennar og bræður halda til Íslands. Ill öfl eru laus úr læðingi. Fleiri en Regla hinna heilögu sólar eru á höttunum eftir bláa safírnum. Tara er ein á báti og í mikilli hættu. Aðeins einn getur bjargað henni. En vill hann það? Hver er guleygða galdranornin?