Tiril og Móri eru í Kristjaníu ásamt Erlingi og Katarínu. Þau hafa af því spurnir að móðir Tirilar sé væntanleg á dansleik í Akershushöllinni og Katarínu tekst að koma þeim öllum inn á dansleikinn. Loks rennur upp sú stund að mæðgurnar hittast. Leyndarmálið er ekki upplýst en enn er setið um líf Tirilar vegna einhvers sem tengist uppruna hennar og ekkert þeirra þekkir.