Höfundur: Jón Thoroddsen

Þessi bók er framlag til gagnrýnnar umræðu í skólastarfi og er ætluð kennurum sem vilja þróa með sér spurningalist. Hún er afrakstur af heimspekilegum samræðum á þremur stigum grunnskóla og er sett fram sem reynslusaga um þróun hugmynda.Hún lýsir tilraunum í kennslustundum og er í senn leit og uppgötvunarnám bæði kennara og nemenda.

Í bókinni er lögð áhersla á þátt ímyndunaraflsins og skapandi hugsunar á kostnað strangrar rökhyggju og er það trú höfundar að þannig megi betur varðveita hrekkleysi og trúnaðartraust nemenda.