Fyrir frostið

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2008 463 990 kr.
spinner
Rafbók 2022 990 kr.
spinner

Fyrir frostið

Útgefandi : MM

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2008 463 990 kr.
spinner
Rafbók 2022 990 kr.
spinner

Um bókina

Fyrir frostið er níunda bókin um Kurt Wallander rannsóknarlögreglumann sem kemur út á íslensku. Henning Mankell er einn þekktasti spennusagnahöfundur heims og sögur hans hafa notið mikilla vinsælda hér á landi líkt og annars staðar.

Lögreglan í Ystad finnur afhöggvið mannshöfuð og saman­fléttaðar hendur – eins og greipar spenntar í bæn – í skóglendinu utan við bæinn. Ýmis undarleg atvik, meðal annars fólskulegar árásir á dýr, vekja ugg í brjósti Wallanders um að vænta megi mannvíga í stórum stíl.

Linda Wallander býr sig undir störf í lögreglunni við hlið föður síns. Hún er skapmikil eins og hann og fer ótroðnar slóðir – en skortir reynslu. Linda sökkvir sér ofan í málið og rannsóknin leiðir hana á slóð trúarofstækismanna sem vilja refsa syndurum heimsins. Hættur leynast við hvert fótmál og minnstu byrjendamistök gætu kostað hana lífið. Lindu Wallander er ekki fisjað saman frekar en föðurnum og með þátttöku hennar eykst spennan enn og rannsókn glæpamálsins fær nýja vídd.

„Wallander er ein áhrifamesta
og trúverðugasta persónan í glæpasögum samtímans.“
The Times

„Söguþráðurinn fangar huga lesandans og beinir áleitnum spurningum
til hins siðmenntaða heims 21. aldarinnar.“
Swedish Book Review

 

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 16 klukkustundir og 39 mínútur að lengd. Haraldur Ari Stefánsson les.

Tengdar bækur