Höfundur: Sölvi Björn Sigurðsson

Tómas er ungur stúdent af landsbyggðinni sem hefur háskólanám í Reykjavík. Líf hans gjörbreytist þegar hann kynnist hinni hálfjapönsku og dularfullu Saiko sem kynnir hann fyrir viskídrykkju og verkum Haruki Murakamis. En myrkur hvílir yfir fortíð Saiko og þegar hún hverfur skyndilega ákveður Tómas að leita hana uppi.

Í þessari spennandi og ljóðrænu sögu er hversdagslegu lífi í Reykjavík samtímans teflt saman við veruleika þar sem stelpur lesa hugsanir, hugarorka er til leigu og beinagrindur vaka yfir endimörkum heimsins.