Höfundur: Hrefna Rósa Sætran

Ferskt, framandi og ógleymanlegt eru einkunnarorð Hrefnu Rósu Sætran yfirkokks og eiganda Fiskmarkaðarins. Þar mætir austrið norðri, því Hrefna blandar saman á einstakan hátt asískri og íslenskri matargerð sem kitla bragðlaukana og fegurðarskyn allra sem heimsækja Fiskmarkaðinn.

Þrátt fyrir ungan aldur er afrekaskrá Hrefnu löng, meðal annars keppir hún fyrir hönd Íslands í kokkalandsliðinu og hefur undanfarin ár haft sína eigin matriðsluþætti á Skjá einum. Og nú hefur hún bætt enn einni rósinni í hnappagatið með sinni fyrstu bók.

Hér eru samankomnir uppáhaldsréttir Hrefnu sem hún hefur framreitt á Fiskmarkaðnum en gerir einfaldari og aðgengilegri fyrir þá sem hafa gaman af því að búa til mat og vilja kalla fram hið ógleymanlega bragð sem Hrefna er þekkt fyrir.