Fiskleysisguðinn

Útgefandi: Ugla
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2001 192 2.090 kr.
spinner

Fiskleysisguðinn

Útgefandi : Ugla

2.090 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2001 192 2.090 kr.
spinner

Um bókina

Um tuttugu ára skeið gagnrýndi Ásgeir Jakobsson, rithöfundur, fiskveiðiráðgjöf hafrannsóknastofnunar í snjöllum ádeilugreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Hann taldi fiskifræðinga ekki búa yfir nægilegri þekkingu á lífríki sjávar til að fara í stjórnunarleik með fiskveiðarnar. Hann benti á þá sögulegu staðreynd að íslensk fiskislóð þarfnaðist jafnrar og góðrar grisjunar. Þannig fengist af henni jafnbesti aflinn og ekki minna en 400 þúsund tonn árlega af þorski. Hafrannsókn hefði tekið skakkan pól í hæðina og stjórnað þorskstofninum í felli. Þrjátíu ára samdráttar- og friðunarstjórn Hafrannsóknar hefði haft af þjóðinni ekki minna en 200 milljarða í gjaldeyristekjur. Hér er þessum greinum Ásgeirs safnað á bók sem óhætt er að segja að eigi beint erindi í þá umræðu sem óhjákvæmilega er í vændum þegar æ fleiri eru að vakna til vitundar um að ekki er allt með felldu í fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknastofunnar.

Tengdar bækur