Fingurkossar frá Iðunni

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2000 - 990 kr.

Fingurkossar frá Iðunni

Útgefandi : MM

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2000 - 990 kr.

Um bókina

Iðunn hefur haft lítið fyrir stafni síðan mamma veiktist og dó og ekki batnar það þegar pabbi fer að stíga í vænginn við pæjuna Dúfu og dvelja hjá henni öllum stundum. Þá er gott að eiga trygga vini, svo ekki sé minnst á þann allra tryggasta, labradorhundinn Rex. En þó að Iðunn reynist eiga vini á óvæntustu stöðum sækir einmanaleikinn á og þá er spurning til hvaða ráða má grípa. Sennilega ekki að hræða líftóruna úr kærustu föðurins þó að hún sé óþolandi!

Fingurkossar frá Iðunni er fyndin og snaggaraleg saga um ljósar og dökkar hliðar lífsins í augum 15 ára Reykjavíkurstelpu.

Og þegar allt kemur til alls er lífið hreint ekki svo bölvað.

Tengdar bækur