Farsælt líf, réttlátt samfélag – kenningar í siðfræði PEP

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2020 1.490 kr.
spinner
Mjúk spjöld 2008 511 4.400 kr.

Farsælt líf, réttlátt samfélag – kenningar í siðfræði PEP

Útgefandi : MM

1.490 kr.4.400 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2020 1.490 kr.
spinner
Mjúk spjöld 2008 511 4.400 kr.

Um bókina

Sérprent / Prentað eftir pöntun

Í bók sinni, Farsælt líf, réttlátt samfélag – kenningar í siðfræði, fjallar Vilhjálmur Árnason um nokkrar helstu siðfræðikenningar í sögu Vesturlanda og veitir jafnframt innsýn í samtímarökræðu um farsælt líf og réttlátt samfélag. Í bókinni er bæði rætt um viðurkennda meistara heimspekilegrar siðfræði, svo sem Platon, Aristóteles, Hobbes, Kant og Mill, og höfunda á borð við Hegel, Marx, Kierkegaard og Nietzsche. Ítarleg umfjöllun er um meginstefnur tuttugustu aldar: Tilvistarstefnuna, rökgreiningarsiðfræðina, dygðafræðina, réttlætiskenningu Rawls og samræðusiðfræði Habermas.

Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og hefur í skrifum og kennslu einbeitt sér að siðfræði og siðferðilegum úrlausnarefnum samtímans. Farsælt líf, réttlátt samfélag er yfirgripsmikið, vandað og læsilegt fræðirit um lykilstef siðfræðinnar og rökin fyrir þeim – efni sem varðar hvern einstakling og samfélagið allt.

Tengdar bækur