Fæddur í dimmum skugga

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 293 990 kr.
spinner

Fæddur í dimmum skugga

Útgefandi : JPV

990 kr.

Fæddur í dimmum skugga
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 293 990 kr.
spinner

Um bókina

Fawad er ellefu ára afganskur drengur sem hefur á stuttri ævi kynnst stórum sorgum: faðir hans og bróðir voru drepnir, systir hans numin á brott og móðir hans verður að treysta á góðvild ættingja til að komast af. En þrátt fyrir allt þetta heldur Fawad ávallt í lífsgleðina.

Móðir hans ræður sig í vinnu hjá vestrænni konu sem er í háskalegu ástarsambandi við Haji Khan, alræmdan stríðsherra. Fawad er í fyrstu ekkert um hann gefið en kemst að raun um að ástin getur haft undarleg áhrif á ólíklegustu menn. Nærvera stríðsherrans dugir þó ekki til að afstýra enn einum harmleik í lífi Fawads, svo skelfilegum að nærri lætur að drengurinn glati því sem hann hélt að aldrei bifaðist: föðurlandsástinni.

Andrea Busfield er bresk blaðakona sem hefur starfað og búið í Afganistan. Fæddur í dimmum skugga er fyrsta skáldsaga hennar.

Guðni Kolbeinsson þýddi.

Tengdar bækur