Þegar Ýmir og Guðrún ákveða að róa út á tjarnarhólmann með börnin sem þau eru að passa grunar þau ekki hvers konar hættuför bíður þeirra. Fyrirvaralaust breytist litli hólminn í dularfulla ævintýraeyju þar sem furðulegir atburðir gerast. Eyja gullormsins er fyrsta sagan í nýjum ævintýraþríleik eftir Sigrúnu Eldjárn, margverðlaunaðan höfund sem þekkt er fyrir óviðjafnanlega blöndu af spennu og skemmtun.