Eldað í dagsins önn

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 2.580 kr.
spinner

Eldað í dagsins önn

Útgefandi : JPV

2.580 kr.

Eldað í dagsins önn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 2.580 kr.
spinner

Um bókina

Hver kannast ekki við að standa ráðþrota í matvöruversluninni og vita ekki hvað á að hafa kvöldmatinn? Eldað í dagsins önn veitir lausn á þeim vanda.

Hér eru meira en hundrað fjölbreyttar uppskriftir að hollum og ljúffengum heimilisréttum sem eru auk þess einfaldir, fljótlegir og ódyrir. Allir réttirnir eru settir saman samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni og við hvern þeirra eru upplýsingar um næringarinnihald auk þess sem fjallað er um hvernig máltíð skal vera samsett.

Bókin, sem hentar jafnt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu og hagvana sem þarfnast nýrra hugmynda, er því kærkomin hjálp fyrir fólk sem hugsar um heilsuna en vill hvorki verja of miklum tíma né peningum í matreiðsluna.

Stefanía Valdís Stefánsdóttir M.Ed. hefur starfað sem lektor í heimilisfræðum við Kennaraháskóla klands um árabil. Hún hefur langan kennsluferil að baki og hefur kennt heimilisfræði á öllum skólastigum og auk bess haldið fjölmörg námskeið.

Ljósmyndir tók Jón Reykdal listmálari.

Tengdar bækur