Þú ert hér://Eitt skot: Jack Reacher #9

Eitt skot: Jack Reacher #9

Höfundur: Lee Child

Í bandarískri borg er skotum hleypt úr riffli. Fimm manns liggja í valnum. Skelfing grípur um sig en innan fárra stunda hefur lögreglan hendur í hári skotmannsins. Sönnunargögnin eru óhrekjanleg og málið liggur ljóst fyrir – að frátöldu einu smáatriði. Fanginn hefur bara eitt að segja: „Náið í Jack Reacher fyrir mig.“

Einfarinn Reacher leitar ekki uppi vandræði en þau leita hann uppi. Og þegar hann fréttir af handtöku mannsins mætir hann á vettvang – en ekki til að bera vitni um sakleysi hans. Þvert á móti. Þó er eitthvað sem ekki stemmir . . .

Lee Child er einn vinsælasti spennusagnahöfundur heims og hefur slegið rækilega í gegn á Íslandi. Nú er söguhetja hans, töffarinn Reacher, að koma á hvíta tjaldið, en Eitt skot er sagan sem kvikmyndin Jack Reacher er byggð á.

Nanna B. Þórsdóttir þýddi.

****
„Eitt skot er frábær spennubók. Sögusviðið er afmarkað sem fyrr og helstu persónur ljóslifandi. Textinn er lipur, fléttan góð og lausnin að hætti hússins. ... sannur aðdáandi Jacks Reachers lætur bókina ekki frá sér fyrr en að loknum lestri.“

Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

„. . . hörkuspenna . . . snjöll flétta, þéttur texti, hröð atburðarás.“
Kirkus Reviews

„Child kemur þér í opna skjöldu einmitt þegar þú heldur að þú vitir hvað gerist næst.“
Rocky Mountain News


Frá 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja4152012 Verð 990 kr.
Rafbók-2012 Verð 490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / /

Eftir sama höfund