Höfundur: Michael Scott

Tvíburar goðsagnarinnar eru sundraðir. Endalokin nálgast.

Á eyjunni Alcatraz búa Machiavelli og Billy the Kid sig undir að hlýða skipunum fornanna og sleppa ójarðneskum skrímslum lausum. Mannkyninu skal útrýmt. Á meðan fara Scathach, Jóhanna af Örk og aðrir bardagajaxlar aftur í löngu horfin skuggaríki til að freista þess að bjarga samtímanum frá glötun.

Í San Francisco hefur Josh kosið sér bandamenn. Hann er ekki lengur í liði með systur sinni og Flamelhjónunum heldur galdramanninum John Dee og hinni dularfullu Virginiu Dare. Sophie verður að finna tvíburabróður sinn áður en bardaginn hefst. Annars er öllu lokið …

Michael Scott heldur hér áfram með spennuþrunginn bókaflokk sinn um forna, skrímsli og ódauðlega menn í baráttu upp á líf og dauða. Fyrri bækurnar, Gullgerðarmaðurinn, Töframaðurinn, Seiðkonan og Særingamaðurinn, hafa allar notið mikilla vinsælda meðal unglinga og annarra sem hafa yndi af æsispennandi ævintýrasögum.

Guðni Kolbeinsson þýddi.