Þú ert hér://Dauð þar til dimmir

Dauð þar til dimmir

Höfundur: Charlaine Harris

Vampírurnar eru komnar á kreik! Og hvað sem almannarómur segir eru þær ekki dauðar heldur einfaldlega fólk með heiftarlegt ofnæmi fyrir sólskini, hvítlauk og hreinu silfri. Gengilbeinan Sookie Stackhouse verður himinlifandi þegar vampíran Bill gengur inn á barinn til hennar og fyrr en varir er samband þeirra orðið afar náið. En bæjarbúar eru ekki allir jafnhrifnir og eftir að morð er framið í bænum er ekki tekið út með sældinni að eiga kærasta sem er dauður þar til sólin sest.

Sögur Charlaine Harris um hugsanalæsu gengilbeinuna Sookie og fjölbreytta mannlífsflóru smábæjarins Bon Temps í Louisiana eru bæði hugmyndaríkar og spennandi. Dauð þar til dimmir er fyrsta bókin í seríu sem kennd er við fyrrnefnda Sookie Stackhouse. Bækur þær hafa vermt efstu sæti metsölulista austan hafs og vestan og eftir þeim hafa einni verið gerðir vinsælir sjónvarpsþættir undir heitinu True Blood. Næsta bók í seríunni er væntanleg með haustinu.

Halla Sverrisdóttir þýddi.

„Æsispennandi vampírubók ... þótt sjónvarpsþættirnir True Blood ( um Sookie) séu fínir eru bækurnar þúsund sinnum skemmtilegri að mínu mati.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja3572010 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

Eftir sama höfund