Breiðavíkurdrengirnir

Útgefandi: Edda
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 820 kr.
spinner

Breiðavíkurdrengirnir

Útgefandi : Edda

820 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 820 kr.
spinner

Um bókina

Til Breiðavíkur voru sendir drengir sem ratað höfðu út af beinu brautinni eða bjuggu við erfið skilyrði – vistin átti að beina þeim á rétta braut en raunin varð þó sú að flestir komu frá Breiðavík brotnir menn – margir áttu sér aldrei viðreisnar von.
Sannleikurinn um drengjaheimilið skók íslenskt samfélag fyrir skemmstu eftir að hafa verið opinbert leyndarmál í áratugi. Páll Rúnar Elíson var tíu ára þegar hann var sendur ásamt bróður sínum vestur á Breiðavík og þar dvaldi hann um þriggja og hálfs árs skeið. Á meðan á dvölinni stóð sætti hann margs konar ógnum, vinnuþrælkun, barsmíðum og kynferðislegri misnotkun. Um leið var hann sviptur skipulegri skólagöngu og eðlilegum samvistum við foreldra og fjölskyldu.
Breiðavíkurdrengur er einstök lýsing á hræðilegum misgjörðum gegn þeim drengjum sem sendir voru á vistheimilið. Frásögn Páls er einlæg og sannfærandi og ekkert er dregið undan. Saga hans á því eflaust eftir að vekja miklar umræður og umtal. Bárður R. Jónsson, félagi Páls frá Breiðavík, skráði ásamt honum.
[domar]

Sláandi frásögn af hræðilegum misgjörðum í garð saklausra barna um miðbik síðustu aldar.
Nýtt líf
… vel skrifuð og einlæg bók sem segir blákaldan sannleikann á hnitmiðaðan hátt. Við lestur hennar fannst mér ég loksins ná því sem gerðist raunverulega í Breiðavík, eitthvað sem sjónvarpsviðtöl gefa aðeins innsýn í.
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
,,Höfundarnir Páll Rúnar
og Bárður Ragnar Jónsson, vinur Páls sem dvaldi einnig í Breiðavík, segja þessa
sögu á yfirvegaðan hátt. Textinn er fágaður og án alls skrauts-
aðeins blákaldar sögur sem hafa verið sagðar og endursagðar í huga
þeirra og nú hafa þeir miðlað atburðum tíl annarra í
hnitmiðaðri frásögn
… Bókin
Breiðavíkurdrengur á brýnt erindi við samtímann
.”
Gunnar
Hersveinn / Morgunblaðið
,,Fyrir að takast á hendur ritun þessara endurminninga á Páll Elíson hrós skilið.
Kolbeinn Þorsteinsson / DV
,,… áhrifamikil bók.”
Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan/ RÚV
[domar]

Tengdar bækur