Þú ert hér://Átta vikna blóðsykurkúrinn

Átta vikna blóðsykurkúrinn

Höfundur: Dr. Michael Mosley

Þessi bók er ekki aðeins fyrir fólk sem greinst hefur með háan blóðsykur, heldur fyrir alla sem hafa átt í vandræðum með aukakílóin og vilja bæta heilsu sína og draga út sjúkdómahættu – án lyfja.

Mörg okkar eru með of háan blóðsykur vegna óhóflegrar neyslu sykurs og auðmeltra kolvetna. Það leiðir ekki aðeins til fitusöfnunar heldur eykur mjög hættu á sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og vitglöpum. En það er hægt að snúa þróuninni við með lífstílsbreytingum og réttu mataræði.

Hér útskýrir Michael Mosley hvers vegna fólk safnar á sig kviðfitu og hvernig má losna við hana – hratt og örugglega – og lækka þannig blóðsykurgildin. Hann hrekur með vísindarökum fullyrðingar um að hægt að jafnt þyngdartap sé best og að þeir sem léttast hratt muni brátt þyngjast að nýju. Í bókinni er jafnframt fjöldi uppskrifta að gómsætum en hitaeininga- og kolvetnarýrum réttum, matseðlar og ráðleggingar um mataræði, hreyfingu og lífsvenjur.

Dr. Michael Mosley er læknir og höfundur metsölubókarinnar 5:2-mataræðið. Hann hefur starfað sem vísindablaðamaður, framleiðandi og þáttastjórnandi hjá BBC, unnið til ýmissa verðlauna og hlotið viðurkenninguna „læknablaðamaður ársins“ frá Breska læknafélaginu.

Frá 1.890 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda2722017 Verð 1.890 kr.
Rafbók-2017 Verð 1.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / / / /

1 umsögn um Átta vikna blóðsykurkúrinn

  1. Árni Þór

    „Hér er enginn skyndilausnakúr á ferð, heldur má finna hér fínustu ráð til að snúa hratt og örugglega við hættulegri þróun sem getur haft heilsutap í för með sér.“
    Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund