Ástfangin prinsessa

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 990 kr.
spinner

Ástfangin prinsessa

Útgefandi : JPV

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 990 kr.
spinner

Um bókina

Prinsessupælingar um stráka og stærðfræðipróf.

Ástfangin prinsessa eftir Meg Cabot er þriðja bókin í  hinum vinsæla bókaflokki um Míu Thermopolis, borgarstelpu og prinsessu, en áður hafa komið út á íslensku bækurnar Dagbók prinsessu og Áfram prinsessa. Bækurnar hafa hlotið frábærar viðtökur víða um heim og eftir þeim hafa verið gerðar feikivinsælar kvikmyndir. Salka Guðmundsdóttir þýddi bókina.

Líf Míu Thermopolis var alveg nógu flókið áður en nýi kærastinn bættist við ... og hún er bara alls ekkert hrifin af honum – hún er skotin í allt öðrum strák en hann virðist vera fallinn fyrir gáfnaljósi skólans, sem klónar ávaxtaflugur heima hjá sér. Svo þarf Mía að mæta í prinsessutíma hjá ógnvænlegustu ömmu í heimi og læra að vera prinsessa. Og um jólin á hún að halda ræðu í sjónvarpinu fyrir allra genóvsku þjóðina. Hún er á góðri leið með að falla í algebru og mamma hennar er kasólétt eftir stærðfræðikennarann og ... hvernig getur líf einnar ungrar prinsessu í New York eiginlega orðið flóknara?

Höfundur Ástföngnu prinsessunnar, Meg Cabot, fæddist í Bloomington í Indiana á ári eldhestsins, sem er ekki gott mál samkvæmt kínverskri stjörnuspeki, enda féll hún sjálf í algebru hvað eftir annað. Eftir misheppnaðan feril sem teiknari sneri hún sér að því að skriftum er og nú einn vinsælasti unglingabókahöfundur Bandaríkjanna. Hún hefur sent frá sér nærri 50 bækur sem margar hafa komist á topp metsölulista. Bækurnar um prinsessuna hafa verið gefnar út á 38 tungumálum.

Tengdar bækur