Höfundur: Camilla Läckberg

Syndir fortíðar eru dauðasyndir.

Hversu mikið vitum við eiginlega um foreldra okkar? Hvaða leyndarmál fortíðarinnar geta skýrt atburði hér og nú? Þessum spurningum stendur Erica Falck frammi fyrir þegar hún kemst á snoðir um að látin móðir hennar umgekkst á árum heimsstyrjaldarinnar síðari sama fólkið og sá aldraði maður sem nú hefur fundist myrtur á heimili sínu í Fjällbacka.

Þrátt fyrir að Erica ætti í rauninni að vera að skrifa handritið að nýju bókinni sinni stenst hún ekki þá freistingu að grafa dýpra í málið. Og þrátt fyrir að Patrik sé einmitt núna að byrja í feðraorlofi blandast hann brátt í rannsókn hennar.

Er Erica les dagbækur móður sinnar kemur margt óvænt og óskemmtilegt í ljós. En hvaða löngu liðnir atburðir voru svo örlagaríkir að einhver er reiðubúinn til að fremja morð fremur en að þeir komi fram í dagsljósið?

Camilla Läckberg er sannkölluð drottning evrópskra spennubóka. Hún hefur notið fádæma vinsælda fyrir sakamálasögur sínar um hjónin Ericu Falck rithöfund og Patrik Hedström lögreglumann í Fjällbacka. Bækur hennar hafa selst í meira en tuttugu milljónum eintaka í yfir sextíu löndum.

Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2009.

Anna R. Ingólfsdóttir þýddi.