Höfundar: Eoin Colfer, Artemis Fowl

Enn á ný þarf Artemis Fowl að glíma við vandasöm verkefni. Annar ungur glæpasnillingur, hin bráðsnjalla Mínerva, hefur uppgötvað tilvist hulduveranna og er staðráðin í að klófesta eina slíka, demón, til að nota í vísindalegum tilraunum.

Demónarnir, sem er afar illa við mannfólkið, voru í fyrndinni skildir frá Fólkinu og nú kemur það í hlut Artemis og félaga að hindra endurkomu þeirra í samfélag siðaðra vera. Ef þeim mistekst mun þessi blóðþyrsta ættkvísl útrýma mönnunum af yfirborði jarðar.

Aðeins einn getur sigrað og í þetta skiptið er ekki víst að það verði Artemis Fowl!

Guðni Kolbeinsson þýddi.