httpv://www.youtube.com/watch?v=aQ6SbN9W320

Eoin Colfer segir frá Atlantisduldinni

Glæpasnillingurinn Artemis Fowl er staddur á Vatnajökli. Já, á Íslandi. Þangað hefur hann boðað útvalinn hóp af hulduverum til að sýna þeim nýja uppfinningu sína sem á að bjarga heiminum frá gróðurhúsaáhrifunum. En hann er eitthvað ólíkur sjálfum sér. Eitthvað hræðilegt hefur gerst ... Artemis Fowl er orðinn góður.

Hulduverurnar átta sig á því að hann er haldinn Atlantisduld – galdrakukl hans hefur ruglað hann í ríminu og nú er sannarlega háski á ferðum: Óðir róbótar ráðast á þau þar sem þau eru strönduð á Vatnajökli og Artemis er ekki með sjálfum sér. Tekst Hollý að kalla fram hinn raunverulega Artemis áður en róbótarnir eyða öllu lífi á jörðinni?

Atlantisduldin er einfaldlega besta Artemisbókin hingað til. Sagan er margslungin og mjög skemmtileg og togar lesandann til sín með orku sinni og lífsgleði. Þetta er bók fyrir alla aldursflokka, sem enginn ætti að missa af.
The Irish Independent

Eoin Colfer hefur skrifað bók sem tekur á alvarlegum málum sem höfða mjög til kynslóðar lesenda hans og tekist að gera söguna skemmtilega, spennandi, uppfulla af von, ógnvekjandi og stundum óborganlega fyndna.
Fantasy Book Review