Árbók 2015 – Vestur-Húnavatnssýsla: frá Hrútafjarðará að Gljúfurá

Útgefandi: Ferðafélag Íslands
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 7.190 kr.
spinner

Árbók 2015 – Vestur-Húnavatnssýsla: frá Hrútafjarðará að Gljúfurá

Útgefandi : Ferðafélag Íslands

7.190 kr.

Árbók 2015 Vestur-Húnavatnssýsla frá Hrútafjarðará að Gljúfurá
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 7.190 kr.
spinner

Um bókina

Árbók FÍ 2015 fjallar um fjölbreytt og áhugavert svæði hvað varðar náttúrufar og sögu. Lesandinn er leiddur um landið og inn í lýsinguna fléttast forvitnilegar sögur jafnt sem fróðleikur um áhugaverða staði til skoðunar.

Víða er þess virði að bregða sér út fyrir þjóðveginn og skoða sig betur um og bókin er góður ferðafélagi að hafa með sér. Gaman er að aka fyrir Vatnsnes þar sem landslag er fjölbreytt og fögur útsýn. Þá er óhætt að mæla með því að skoða Kolugljúfur í Víðidal, umhverfi Vesturhópsvatns og Sigríðastaðavatns, Nesbjörg og Borgarvirki í Víðidal sem er kunnasta fornaldarmannvirki hérlendis.

Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, er höfundur texta, myndir tók Daníel Bergmann og staðfræðikort gerði Guðmundur Ó. Ingvarsson. Ritstjóri er Jón Viðar Sigurðsson.

Kaflar í bókinni

  • Hrútafjörður
  • Heggstaðanes
  • Miðfjörður og Miðfjarðardalir
  • Línakradalur
  • Vatnsnes
  • Vesturhóp
  • Fitjárdalur
  • Víðidalur
  • Heiðar
  • Menn, hestar og vættir

Tengdar bækur