Aprílsólarkuldi

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2020 143 3.490 kr.
spinner
Rafbók 2020 1.490 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2021 App 1.990 kr.
spinner

Aprílsólarkuldi

Útgefandi : JPV

1.490 kr.3.490 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2020 143 3.490 kr.
spinner
Rafbók 2020 1.490 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2021 App 1.990 kr.
spinner

Um bókina

Þegar Elísabet Jökulsdóttir býður lesendum með í innra ferðalag gildir miðinn alla leið. Sú tilfinning fylgir mér þegar ég les Aprílsólarkulda; ég fæ að lifa með í veruleika aðalpersónunnar Védísar, hvort sem þar ríkir sorg sem kann ekki að vera til, ástin innilega í öllum sínum fimleikum eða ein-semdin þegar orðin hætta að virka.

Aprílsólarkuldi lýsir föðurmissi Védísar, skóla-stúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík og hennar fólk fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins.

Hún kann að láta húsin lifna og anda líkt og landslag, líka bilið á milli þeirra. Hvergi skortir skarpskyggni né húmor í mannlýsingum, lituðum af tíðaranda í lok áttunda áratugarins: einn og annar Kristjaníufari kominn heim, hasspartí hvunndagsmatur og farið að draga úr hippalátum ’68-kynslóðarinnar; nú á að fóta sig í frelsinu.

Hvað gerist milli fólks þegar orðin bregðast? Glata merkingunni. Þegar tengslin við tungumálið bresta, hvað er þá til ráða? „… því heimurinn mun ekki standa nema vegna merkingar, annars mun hann sáldrast niður og manneskjan getur annars ekki lifað í heiminum,“ segir í sögunni.

Aprílsólarkuldi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Guðrún S. Gísladóttir les.

Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:

8 umsagnir um Aprílsólarkuldi

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur