Höfundur: Mary Higgins Clark

Nicholas Spencer er frumkvöðull og forstjóri í lyfjarannsóknafyrirtæki er vinnur að þróun krabbameinslyfs. Hann ferst í flugslysi og lík hans finnst ekki. Um leið og Nicholas Spencer hverfur berast þær fregnir að lyfið fái ekki samþykki heilbrigðisyfirvalda. Strax á eftir uppgötvast að Spencer virðist hafa stolið gífurlegum fjárhæðum úr sjóðum fyrirtækisins. Þar á meðal er ævisparnaður fjölda fólks sem lagt hefur aleiguna í fyrirtækið.Er Nicholas Spencer látinn eða í felum? Var hann sekur eða fórnarlamb samsæris?