Hér stilltu guðir streng;
hann struku dægrin blíð;
þann óm til eyrna bar
mér árblær forðum tíð.
Ég nem hann ljósar nú
er nálgast rökkrið svalt.
Svo fer einn dag að flest
mun fullnað, jafnvel allt.

Nítjánda ljóðabók eins okkar helsta skálds. Þorsteinn talar í einlægni um vonina sem vermir, um drauminn, fegurðina, frelsið, um fortíð og samtíð, um það sem getur breytt lífi okkar á skammri stundu og fyrirvaralaust; en líka um það sem villir okkur sýn: „og blendið er nú/hvers við biðjum, væntum og spyrjum.“