Það verður uppi fótur og fit, eða öllu heldur loppur og sundfit, þegar Mundi lundi bætist í fjölskylduna.

Þó hundarnir Spotti og Flækja vilji leika verður ekki það sama sagt um Ólíver sem stöðugt reynir koma fuglinum fyrir kattarnef. Saman lendir hópurinn í ótrúlegustu ævintýrum.

Ásrún Magnúsdóttir, annar höfundur bókanna um ærslabelginn Korku, kemur hér með nýja sögu þar sem dýrin eru í aðalhlutverki, enda er hún mikill dýravinur. Iðunn Arna sér svo um að gæða söguna lífi með sínum litríku myndum.