Höfundur: Mary Higgins Clark

Þegar bátur Adams Caulfields springur í loft upp er það ekki einungis sorgin sem þjakar ekkjuna, Nell McDermott, heldur einnig samviskubit eftir að þau rifust sama morgun. En hver hafði hag af því að myrða eiginmann hennar? Nell leiðist sjálf út í rannsókn málsins, grunlaus um að með því stefnir hún sér í mikla hættu. Sá - eða sú - sem kom sprengjunni fyrir í bátnum svífst einskis til að ná markmiðum sínum.