25 gönguleiðir á Reykjanesskaga

Útgefandi: Salka
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 161 2.990 kr.

25 gönguleiðir á Reykjanesskaga

Útgefandi : Salka

2.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 161 2.990 kr.

Um bókina

Hér lýsir Reynir Ingibjartsson 25 gönguleiðum á Reykjanesskaga en svæðið teygir sig frá Reykjanestá að Þrengslavegi og Þorlákshöfn.

Leiðirnar eru ýmist við ströndina eða inni til landsins og mjög fjölbreyttar. Oftast er leiðin hringur, að jafnaði 3-6 kílómetra langur og tekur um eina til tvær klukkustundir að ganga hann. Að jafnaði er stutt á göngustað frá þéttbýlissvæðunum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á vestanverðu Suðurlandi. Þessar gönguleiðir eru því sannarlega við bæjarvegginn.

Höfundur bókarinnar, Reynir Ingibjartsson, hefur enn á ný leitað uppi marga forvitnilega staði sem ekki eru öllum kunnir. Margt leynist í hraununum og við strendurnar, t.d. minjar um horfna búskaparhætti og sjósókn til forna. En það er ekki síst einstök jarðfræði Reykjanesskagans sem vekur forvitni. Hér má skoða sköpunarverk náttúrunnar milliliðalaust.

Með hinum nýja Suðurstrandarvegi opnaðist greið leið milli Grindavíkur og Þorlákshafnar og hið sama má segja um nýlega leið milli Sandgerðis og Hafna hjá Básendum. Margar akstursleiðir eru því í boði á Reykjanesskaganum og þá er um að gera að bregða sér út af þeim og finna gönguleið við hæfi.

Kort með fjölda örnefna fylgir hverjum gönguhring, ásamt leiðarlýsingu og myndum af því sem fyrir augu ber.

Tengdar bækur