101 Ísland – áfangastaðir í alfaraleið

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2013 101 4.940 kr.

101 Ísland – áfangastaðir í alfaraleið

Útgefandi : MM

4.940 kr.

101 Ísland
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2013 101 4.940 kr.

Um bókina

„Á ferðalagi um Ísland eru áfangastaðir misjafnlega vel þekktir og vinsælir. Margir eru kunnir öllum landsmönnum – ef til vill heimsfrægir – og þar hafa viðkomu flestir þeir sem ferðast um landið, hvert sem þjóðerni þeirra er. En landið býr yfir mörgum leyndarmálum. Sumir staðir leynast bakvið eina setningu í bókum, aðrir fela sig í munnlegri geymd heimamanna á frekar litlu svæði.“

101 Ísland: Áfangastaðir í alfaraleið er í senn nýstárleg og stórfróðleg vegahandbók fyrir ferðalanga á nýrri öld. Hér er vísað til vegar á 101 stað í alfaraleið við þjóðvegi landsins. Ýmist er lesandinn leiddur á staði sem fram að þessu hafa verið á fárra vitorði eða sýndar eru nýjar hliðar á vinsælum áfangastöðum.

Bókin á eftir að opna lesandanum nýja sýn á náttúru landsins og furður hennar og bregður ekki síður ljósi á þjóðarsöguna og sérkenni þjóðarsálarinnar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson er landskunnur útivistarmaður og ferðabókahöfundur. Eftir hann eru m.a. bækurnar Hálendishandbókin, Gönguleiðir, Útivistarbókin, Bíll og bakpoki og Hornstrandir.

Tengdar bækur