Höfundur: Óttar Guðmundsson

Á Íslandi fellur fjöldi fólks fyrir eigin hendi á hverju ári. Sérhvert sjálfsvíg er harmleikur sem oftast á sér langan aðdraganda og enginn dauðdagi er eftirlifendum eins þungbær. Ótal spurningum er ósvarað og reiði, vanmáttur, afneitun og þunglyndi einkenna langt og strangt sorgarferli.

Óttar Guðmundsson læknir segir hér sögu sjálfsvíga og gerir grein fyrir tilfinningum og vandamálum þeirra sem svipta sig lífi eða reyna það, ásamt því að rekja fjölda frásagna af atvikum og aðstæðum fólksins og aðstandenda. Óttar greinir líka hreinskilnislega frá daðri sínu við dauðann og nýtir þá reynslu til að skyggnast inn í sálarlíf þeirra sem staðið hafa í þeim sporum að vilja ekki lifa lengur.

Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa? er óvenjuleg bók þar sem sjálfsvíg eru skoðuð með augum geðlæknis með yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði. Hispurslaus og heiðarleg umfjöllun um erfið og viðkvæm mál.

„Bók Óttars Guðmundssonar geðlæknis, „Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa“ er fyrsta íslenska bókin sem fjallar um sjálfsvíg og er sem slík tímamótaverk. Fræðileg þekking Óttars á efniu er yfirgripsmikil og nákvæm. Hann setur sjálfsvíg í sögulegt, heimspekilegt og félagslegt samhengi auk þess sem hann fjallar ítarlega um þá geðsjúkdóma sem helst tengjast sjálfsvígum. …eðlislægt skopskyn höfundar léttir lesandanum lundina þegar fjallað er um svo erfiðan málaflokk. Bók Óttars ætti að vera skyldulesning fyrir alla þá sem starfs síns vegna koma að sjálfsvígum , sinna aðstandendum eða veita þeim meðferð sem lifa af alvarlegar sjálfsvígstilraunir.“
Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir á göngudeild.

 

 

„…Enginn dauðdagi er þó jafn skelfilegur eftirlifendum og dauði þeirra sem fremja sjálfsvíg. Sjálfsvíg eru algeng, of algeng.  …Kjarni málsins kemur líklega best fram í titli bókarinnar: “Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa?” Eru engar aðrar leiðir færar? Í bókinni er mikill fróðleikur, sem oft er settur fram í formi dæma og verður skýrari og eftirminnilegri fyrir vikið. Fjallað er af nærgætni og samúð um þetta erfiða mál, en jafnframt stundum af skýru hispursleysi. Hér má ekki tala tungum tveim. Lesendur eru fræddir um orsakir sjálfsvíga, viðhorf samfélagsins, þöggunina, skelfinguna og ef til vill ekki síst reynir höfundar að skyggnast inn í hug þeirra sem fremja eða reyna að fremja sjálfsvíg. Með bókinni er stigið gott skref í þá átt að upplýsa almenning um sjálfsvíg, skilningur á líðan þeirra sem eru í hættu eru eykst. Með því dregur úr fordómum, og líkur aukast vonandi á að fleirum verði forðað frá þessum örlögum.“
Sigurður Guðmundsson,  fyrrverandi landlæknir

Hér má lesa viðtal við Óttar í helgar mánudaginn 5.mai.

Hér má heyra viðtal við Óttar í 7.maí.

Hér er brot úr viðtali sem birtist í maí útgáfu

„Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa? er titillinn á nýrri bók sem Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur sent frá sér. Í þessari áttundu bók Óttars fjallar hann um efni sem löngum hefur hvílt mikil bannhelgi á – sjálfsvíg, eða sjálfsmorð sem hann segist raunar frekar vilja nefna verknaðinn. Bókin er skreytt pennateikningum Jóhönnu Þórhallsdóttur, eiginkonu Óttars.

Blaðamaður Læknablaðsins sótti þau hjónin heim í Háuhlíðina til að forvitnast um þessa bók. Ein fyrsta lexía hans í blaðamennsku var á þá leið að um sjálfsvíg væri ekki fjallað opinberlega, það væri til að æra óstöðugan og hvetja til sjálfsvíga. Þess vegna lá beint við að spyrja af hverju Óttar væri að skrifa um þetta viðkvæma og vandmeðfarna efni.“

Menningarpressan  hefur einnig fjallað um bókina á vef sínum á