Hagþenkir

Tilnefndir Forlagshöfundar til viðurkenningar Hagþenkis, frá vinstri: Andri Snær Magnason, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Árni Einarsson.

Á dögunum var til­kynnt um hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir árið 2019. Viður­kenn­ing­ar­ráð Hagþenk­is stend­ur að val­inu, en það skipa þau Ásta Krist­ín Bene­dikts­dótt­ir, Kol­brún S. Hjalta­dótt­ir, Lára Magnús­ar­dótt­ir, Snorri Bald­urs­son og Þórólf­ur Þórlinds­son.

Borg­ar­bóka­safn og Hagþenk­ir standa fyr­ir bóka­kynn­ingu fyr­ir al­menn­ing 15. fe­brú­ar kl. 13 í Borg­ar­bóka­safn­inu í Gróf­inni, þar sem höf­und­arn­ir kynna bæk­urn­ar. Viður­kenn­ing­in verður veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðar­bók­hlöðunni í byrj­un mars. Verðlaun­in nema 1.250.000 kr.

 

 

Eft­ir­far­andi Forlagshöf­und­ar og bæk­ur eru til­nefnd. Með fylg­ir um­sögn viður­kenn­ing­ar­ráðsins:

  • Andri Snær Magna­son. Um tím­ann og vatnið. Mál og menn­ing. „Ein­stak­lega vel skrifuð og áhrifa­rík bók sem flétt­ar um­fjöll­un um lofts­lags­breyt­ing­ar af manna­völd­um við per­sónu­lega reynslu, fræði og alþjóðlega umræðu á frum­leg­an hátt.“
  • Árni Ein­ars­son. Tím­inn sef­ur. Forn­ald­arg­arðarn­ir miklu á Íslandi. Mál og menn­ing. „Í máli og glæsi­leg­um mynd­um er sjón­um beint að lítt þekkt­um leynd­ar­dómi Íslands­sög­unn­ar, forn­ald­ar­görðunum miklu, á ljós­an og lif­andi hátt.“
  • Mar­grét Tryggva­dótt­ir. Kjar­val. Mál­ar­inn sem fór sín­ar eig­in leiðir. Iðunn. „Í bók­inni er saga manns og ald­arfars tvinnuð sam­an við mynd­list af sér­stakri næmni sem höfðar til fólks á öll­um aldri.“
  • Ragn­heiður Björk Þórs­dótt­ir. List­in að vefa. Vaka-Helga­fell. „Bók­in leiðir les­end­ur inn í und­ur­falleg­an heim vefiðnar og vefl­ist­ar. Skýr fram­setn­ing á flóknu efni, studd frá­bær­um skýr­ing­ar­mynd­um.“