Skáldsagan Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, í enskri þýðingu Lytton Smith, er komin á stuttlista BTBA yfir best þýddu skáldverk ársins.

Tilkynnt verður um vinningshafa þann 29. maí á alþjóðlegu bókasýningunni í New York en ásamt þeim heiðri sem þessum verðlaununum fylgir hlýtur vinningshafi 10.000 dollara verðlaunafé.

Öræfi kom út árið 2014 hérlendis og vakti samstundis mikla athygli fyrir frásagnargleði og stílgaldur en í bókinni skiptist á fjarstæðukennt grín og kraftmikil ádeila.
Öræfi hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldsagna árið 2014.