Heimili höfundanna

Viktor Arnar
Viktor Arnar Ingólfsson
Viktor Arnar Ingólfsson er fæddur á Akureyri árið 1955. Hann lauk B.Sc.-prófi í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands (nú Háskólinn í Reykajvík) árið 1983 og hefur allt frá námslokum starfað hjá Vegagerðinni; frá  árinu1985 hefur hann séð um útgáfumál stofnunarinnar. Hann hefur enn fremur sótt námskeið í handritsgerð og stundað nám í almannatengslum, útgáfu, tölvugrafík o.fl. við George Washington-háskólann í Bandaríkjunum. Fyrsta bók Viktors kom út árið 1978, glæpasagan Dauðasök, og tveimur árum seinna kom út önnur saga hans, Heitur snjór. Það var síðan ekki fyrr en árið 1998 sem Viktor sendi frá sér þriðju bókina, Engin spor, og á næstu árum fylgdu fleiri vinsælar glæpasögur. Eftir bókum hans hafa verið gerðar tvær sjónvarpsþáttaraðir; eftir Aftureldingu (útg. 2005) voru gerðir þættir sem nefnast Mannaveiðar og eftir Flateyjargátu (útg. 2002) voru nýlega gerðir samnefndir þættir. Þá hafa smásögur Viktors birst í bókum, blöðum og tímaritum. Viktor hefur í tvígang verið tilnefndur til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins: árið 2001 fyrir Engin spor og 2004 fyrir Flateyjargátu. Bækur hans hafa verið þýddar og gefnar út á mörgum tungumálum.

Bækur eftir höfund

Flateyjargáta
Flateyjargáta
990 kr.3.490 kr.
Solstjakar_kilja
Sólstjakar
990 kr.2.190 kr.
attachment-11035
Afturelding
990 kr.
Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson
Engin spor
990 kr.1.290 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning