Þorbjörg Marinósdóttir

Þorbjörg Marinósdóttir

Þorbjörg Marinósdóttir – Tobba, fædd 1984, er landskunn fyrir störf sín í fjölmiðlum, bæði sem þáttastjórnandi og blaðakona. Hún er fjölmiðlafræðingur að mennt og MA í verkefnastjórnun. Hún hefur gefið út bækur af fjölbreyttu tagi og er þekkt fyrir gálgalegan húmor og hispursleysi. Eftir skáldsögum hennar Makalaus og Lýtalaus var gerð vinsæl sjónvarpsþáttaröð.