Þórarinn Leifsson

Þórarinn Leifsson

Þórarinn Leifsson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann hefur myndskreytt bækur, bókakápur og blaðagreinar en einnig starfað sem götulistamaður og grafískur hönnuður. Meðal verka hans eru myndskreytingar við röð ævintýra eftir H.C. Andersen sem kom út víða á Norðurlöndum. Hann var meðhöfundur að barnasögunni Algjört frelsi ásamt Auði Jónsdóttur. Leyndarmálið hans pabba var fyrsta skáldsaga Þórarins handa börnum en þar vinnur hann bæði texta og myndir. Bókin hlaut fádæmagóðar viðtökur gagnrýnenda, bæði hér á landi og í Þýskalandi og Danmörku. Götumálarinn er fyrsta skáldsaga Þórarins fyrir fullorðna en hún kom út haustið 2011. Maðurinn sem hataði börn (2014) hlaut afar góðar viðtökur en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunana og til Barna- og ung­linga­bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs árið 2015.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu Þórarins.