Sólveig Jónsdóttir

Sólveig Jónsdóttir

Sólveig Jónsdóttir er fædd árið 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 2002 og BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Sama ár fluttist hún til Dublin á Írlandi þar sem hún dvaldi í hálft ár. Árið 2007 fluttist Sólveig til Edinborgar og lauk mastersnámi í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum frá Edinborgarháskóla ári síðar.

Sólveig hefur starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur með hléum síðan 2005. Skáldsagan Korter er fyrsta bók hennar.