Heimili höfundanna

Sigrún Elíasdóttir
Sigrún Elíasdóttir
Sigrún Elíasdóttir er fædd 1978 og uppalin í Borgarfirði. Hún er með meistaragráður í bæði sagnfræði og ritlist og hefur fengist við ritstörf af ýmsu tagi; ævisagnaritun, gerð kennsluefnis fyrir miðstig, endursögn á Hómerskviðum og ritun lestrarbóka. Sigrún skrifar bráðskemmtilegar fantasíur fyrir yngri lesendur. Á árunum 2019–2021 kom út þríleikur eftir hana sem ber nafnið Ferðin á heimsenda. Þar segir frá vinunum ólíku Húgó og Alex sem þurfa að leggja í mikla hættuför til að bjarga heimabyggð sinni. Hraði, spenna, húmor og feykilegur fjöldi skrímsla einkenna sögurnar sem Sigmundur B. Þorgeirsson myndlýsir af mikilli list.

Bækur eftir höfund

FerdinAHeimsenda_Illfyglid_72
Ferðin á heimsenda 3: Illfyglið
1.690 kr.4.490 kr.
Týnda barnið
Ferðin á heimsenda 2: Týnda barnið
1.490 kr.4.290 kr.
Ferðin á heimsenda: Leitin að vorinu
Ferðin á heimsenda 1: Leitin að vorinu
990 kr.4.290 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning