Kjartan Yngvi Björnsson

Kjartan Yngvi Björnsson

Kjartan Yngvi Björnsson, fæddur 1984, er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Ásamt Snæbirni Brynjarssyni hefur hann byggt upp gríðarmikinn ævintýraheim í bókum þeirra sem komið hafa út undir yfirheitinu Þriggja heima saga: Hrafnsauga (2012), Draumsverð (2013), Ormstunga (2015) og Draugsól (2018). Fyrir fyrstu bókina hlutu þeir félagar Íslensku barnabókaverðlaunin 2012 og sömu bók völdu bóksalar bestu íslensku táningabókina þess árs.