Jóna Valborg Árnadóttir

Jóna Valborg Árnadóttir

Jóna Valborg Árnadóttir starfar sem samskiptastjóri og rithöfundur. Hún er með MS gráðu í mannauðsstjórnun og M.Paed. gráðu í íslensku og kennslufræði. Hún hefur kennt íslensku, lífsleikni og leiklist í framhaldsskólum, starfað á auglýsingastofu, við almannatengsl, viðburðastjórn og sem sýningarstjóri. Jóna lék í mörg ár með hinum ýmsu áhugaleikfélögum og hafa ritstörf fylgt henni svo lengi sem hún man eftir sér. Hún sat um tíma í ritnefnd tímaritsins Börn og menning.

Bækurnar um Sólu eru höfundaverk Jónu Valborgar og Elsu Nielsen. Jóna er höfundur hugmyndar og texta og Elsa á heiðurinn af myndskreytingum og hönnun. Brosbókin (2013) er fyrsta bókin í seríunni og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Vorvindaviðurkenningu IBBY. Á eftir fylgdu Knúsbókin (2014), Vinabókin (2015) og Hetjubókin (2016). Bókunum er ætlað að ýta undir ímyndunarafl barna og efla skilning þeirra á eigin tilfinningum og annarra og hjálpa þeim að færa þessar tilfinningar í orð.