Sigrún Eldjárn og Linda Ólafsdóttir tilnefndar til ALMA-verðlauna

Nýlega var tilkynnt að Sigrún Eldjárn og Linda Ólafsdóttir væru tilnefndar til hinna virtu Minningarverðlauna Astrid Lindgren – Astrid Lindgren Memorial Award (ALMA) – árið 2024. Verðlaunin eru veitt ár hvert þeim sem teljast hafa eflt bókmenntir ætlaðar börnum og ungmennum um heim allan. Var til þeirra stofnað að tilstuðlan sænsku ríkisstjórnarinnar árið 2002 eftir að Astrid Lindgren – einn ástsælasti barnabóka höfundur allra tíma – féll frá árið 2002.

Sigrún og Linda eiga það sammerkt að hafa hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir verk sín og bæta nú nýrri skrautfjörður í hatt sinn. Sigrún sendi nýverið frá sér hina fjörlegu Fjaðrafok í mýrinni og á kvennaverkfallsdaginn s.l. kom út nýjasta bók Lindu, Ég þori! Ég get! Ég vil!

Tilkynnt verður hinn 9. apríl 2024 hver hlýtur ALMA-verðlaunin að þessu sinni.

Við óskum Sigrúnu og Lindu hjartanlega til hamingju með að vera opinberlega komnar í hóp fremstu barnabókahöfunda heimsins og þeirra sem stuðla að greiðu aðgengi barna um víða veröld að lestri og góðum bókum.

Nánar: https://alma.se/en/

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning