Kristján Árnason hlýtur þýðingaverðlaunin

Kristján Árnason hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2009  fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvíd. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini í dag.  Í umsögn dómnefndarinnar sagði meðal annars: 

„Kristján hefur með þýðingu sinn á Ummyndunum eftir Óvíd fært nútímalesendum fornklassískan sagnaheim á gullaldaríslensku eða eins og þeir Óvíd orða það (432): Hann hefur „lokið verki sem hvorki bræði Júpíters né eldur né járn né tönn tímans munu fá grandað.““

Dómnefnd skipuðu þau Hjörleifur Sveinbjörnsson, Þórdís Gísladóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir. Aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Guðbergur Bergsson fyrir Öll dagsins glóð, safn portúgalskra ljóða frá 1900–2008, María Rán Guðjónsdóttir fyrir Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones, Elísa Björg Þorsteinsdóttir fyrir Málavexti eftir Kate Atkinson og Sigurður Karlsson fyrir Yfir hafið og í steininn eftir Tapio Koivukari.

Við óskum Kristjáni hjartanlega til hamingju með verðlaunin.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning