Haukur Ingvarsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Haukur Ingvarsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2018 fyrir ljóðabók sína, Vistarverur, en verðlaunin eru veitt ár hvert í minningu Tómasar Guðmundssonar fyrir óprentað handrit að ljóðabók. Í niðurstöðu dómnefndar segir að í ljóðabók Hauks séu margar vistarverur. „Orðið sjálft, vistarvera, gefur til kynna tilfinningu fyrir stað og íbúa auk þess að vísa til tilvistarinnar sjálfrar og stöðu verunnar í henni. Allt þetta kemur saman í ljóðunum en þau einkennast af vangaveltum um tengsl hins efnilega og hins andlega, með áherslu á samfellu þessa.

Forlagið óskar Hauki innilega til hamingju með þennan áfanga.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning