Hallfríður Ólafsdóttir er látin

Hallfríður Ólafsdóttir, tónlistarmaður og höfundur bókanna um Maxímús Músíkus, er látin. Hallfríður var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma tvo áratugi og var á ferli sínum meðal annars sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2014 og í apríl 2019 var henni veitt Heiðursviðurkenning Útflutningsverðlauna forseta Íslands fyrir einstakt framlag til að auka hróður Íslands á erlendri grund.

Hallfríður var höfundur og listrænn stjórnandi fræðsluverkefnisins um Maxímús Músíkús sem hún skrifaði og vann í samvinnu við teiknarann og víóluleikarann Þórarin Má Baldursson, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ríkisútvarpið og Forlagið. Hallfríður og Þórarinn hlutu bæði Fjöruverðlaunin og Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar ársins 2008 fyrir fyrstu bókina, „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“ og hefur verkefnið einnig hlotið fjölda tilnefninga til verðlauna hérlendis sem erlendis. Bækurnar hafa komið út á sjö öðrum tungumálum. Vel yfir hundrað tónleikar byggðir á sögunum hafa verið haldnir af sinfóníuhljómsveitum víða um heim, m.a. í New York, Washington, LA, Berlín, Stokkhólmi, Kuala Lumpur og Melbourne.

Forlagið sendir ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning