Hvernig verður bók til?

Undanfarin misseri hefur staðið yfir tilraunaverkefni með nemendum í barnaskóla undir yfirskriftinni Frá hugmynd að bók.
Verkefnið miðar að því að auka áhuga barnsins á lestri með því að kynna því hvernig bók verður til.

Í lok verkefnisins var bók barnanna „Bókin okkar“ gefin út en í henni voru bæði frumsamdar sögur og  ljóð ásamt teikningum!

Verkefnið hófst í október á lager Forlagsins þar sem farið var í leiki og bækur ræddar fram og til baka.
Daginn eftir fór hinn sívinsæli Gunnar Helgason, barnabókahöfundur með meiru, með börnunum um Prentsmiðjuna Odda ásamt starfsmönnum prentsmiðjunnar. Þar sáu þau hvernig prentun á bókum fer fram og enduðu á að sjá nýju bókina hans Gunnars koma úr prentvélinni.

Börnin fengu einnig þjálfun í ljóðagerð. Til þeirra kom ljóðskáld sem spjallaði við þau, þau þjálfast í ritun og fá mikla hvatningu frá höfundunum við að kveikja á ímyndunaraflinu, virkja hugmyndir sínar, orða hugsun sína, þeim sagt að það sé ekkert til sem heitir vond hugmynd, það fari allt eftir því hvernig unnið er úr henni. Besta sagan eða ljóðið fer svo í bókina þeirra þannig að það verður spennandi að gera betur.  Þeir sem vilja teikna síðan myndir með sögunum sínum eða sögum annara. Við tengjum lestur, skrift, teikningu og tölvuvinnu saman með þessu verkefni.

Á sama tíma hófst lestrarkeppni sem stóð fram í desember.
Ekki var um að ræða hefðbundna lestrarkeppni, eins og við þekkjum hana, heldur voru markmiðin allnokkur: nemendur áttu að skrá fjölda blaðsíðna, mestu framfarir, fjölda bóka. Hvað skráð var fundið út í samvinnu við kennarana við reynum að finna eitthvað þannig að allir sama hvar þeir voru staddir gætu haft að einhverju að stefna

Lestrarkeppnin heppnaðist gríðarlega vel og tóku öll börnin miklum framförum. Forlagið styrkti keppnina með því að gefa skólanum fjölda bóka, sem vöktu mikla lukku og voru langir biðlistar eftir sumum titlum.

Samhliða þessu hófu krakkarnir að skrifa sína eigin bók. Sumir hafa gott vald á málinu, aðrir ekki en börnin eru pöruð saman til að örva getu þeirra. Það er mjög mikilvægt að taka tillit til allra þannig að allir séu með á sínum forsendum. Þetta gekk einstaklega vel og börnin lærðu mikið um samvinnu, styrk sinn og veikleika, þau fengu gleði úr starfinu, og bættu námsárangur sinn.

Ferlið var afskaplega fjölbreytt og snerti á ýmsum þáttum innan kennslukerfisins, ritvinnsla og umbrot fór fram í tölvutímum, myndmenntatímar fóru í að gera kápu og umsjónar- og íslenskukennarinn fór með þeim í gegnum textana og aðstoðaði við byggingu og orðalag. Krakkarnir þurftu svo að lokum að koma sér saman um nafn á bókina og kápumynd.

Á meðan á ferlinu stóð voru kallaðir til ýmsir fagaðilar til þess að veita ráðgjöf. Rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Sif Sigmarsdóttir, og Gunnar Helgason sögðu krökkunum frá því af hverju þau eru rithöfundar og hvað felst í því að vera rithöfundur.

Markmiðið með þessu var að prófa eitthvað nýtt og reyna að fá krakkana til þess að öðlast aðra sýn á bókina, auka með þeim áhuga á lestri og virkja þau til góðra verka. Hver og einn kom að verkinu á sínum forsendum en allir nutu góðs af og voru áhugasamir um að gera sitt besta. Skólinn tók þessu verkefni fagnandi og breytti til að mynda námsskrá ársins svo að verkefnið fengi nauðsynlegt rými innan kerfisins.

Í ljós kom að kennarar glöddust yfir samheldni nemenda og foreldrar yfir aukinni lestraránægju barna sinna, betri skilningu á samfélagi sínu og síðast en ekki síst betri námsárangri.

Í ár mun Pixel prentþjónusta prenta fyrir okkur bókina og mun hvert barn fá eitt eintak að gjöf í útgáfuboðinu sem haldið verður 7.júní kl. 11 í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39.