Bókaklúbbar Forlagsins

Forlagið heldur úti þremur bókaklúbbum og gefur einnig út Tímarit Máls og menningar. Áskrifendur í bókaklúbbum fá sendar heim bækur sex sinnum á ári. Við fögnum nýjum áskrifendum og veitum þeim 50% afslátt af fyrstu bókasendingunni sinni.
Klúbbfélagar geta skipt kiljum hjá okkur, innan tveggja mánaða frá útsendingu – bækurnar verða þó að vera í söluhæfu ástandi.

Viltu skrá þig í klúbb? Hafðu samband við okkur gegnum netfangið forlagid@forlagid.is og við græjum málið!

Ugluklúbburinn er einn elsti og ástsælasti bókaklúbbur landsins. Félagar fá sendar vandaðar skáldsögur, innlendar eða þýddar, sex sinnum á ári – tvær kiljur í hverri sendingu.

Hver sending kostar aðeins 3.290 kr. (sendingargjald er innifalið). Áskrifendur fá veglegan afslátt því fullt verð fyrir eina nýja kilju er 3.990 kr.

Í Handtöskuseríunni er áherslan á skáldsögur eftir konur. Markmiðið er að gera nýjar og nýlegar íslenskar og erlendar skáldsögur eftir konur aðgengilegar lesendum. Áskrifendur fá senda eina nýja kilju sex sinnum á ári.

Hver sending kostar aðeins 2.490 kr. (sendingargjald er innifalið). Fullt verð fyrir eina nýja kilju er 3.990 kr. og því spara klúbbfélagar  1.500 kr. í hverri sendingu.

Hrafninn er bókaklúbbur fyrir aðdáendur spennusagna. Klúbbfélagar fá sendar sex spennandi kiljur á ári, bæði íslenskar og erlendar.

Hver sending kostar aðeins 2.490 kr. (sendingargjald er innifalið). Fullt verð fyrir eina nýja kilju er 3.990 kr. og því spara klúbbfélagar 1.500 kr. í hverri sendingu.

Tímarit Máls og menningar er víðlesnasta menningartímarit Íslendinga og kemur út fjórum sinnum á ári – í febrúar, apríl/maí, september og nóvember.

Ritstjórar eru Sigþrúður Gunnarsdóttir og Elín Edda Pálsdóttir. Hvert hefti er yfir 140 síður og geymir greinar, viðtöl, pistla, nýsmíðar og gagnrýni af ýmsu tagi.

Ársáskrift að ritinu kostar 7.000 kr. og er árgjaldið innheimt í byrjun árs. Sé áskrifandi búsettur erlendis bætist sendingargjald við og er árgjaldið þá 7.500 kr. Sendir eru greiðsluseðlar til þeirra sem það kjósa en þægilegast er að greiða með greiðslukorti.

Ef þú hefur áhuga á að gerast áskrifandi að bókaklúbbum Forlagsins eða Tímariti Máls og menningar þá endilega sendu okkur línu á netfangið forlagid@forlagid.is eða sláðu á þráðinn í síma 575 5600. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Væntanlegt í nóvembersendingu bókaklúbbanna:

Plan B e. Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur & Uppskriftabók föður míns e. Jacky Durand – Uglan
Hin konan e. Greer Hendricks & Sarah Pekkanen – Hrafninn
Plan B e. Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur – Handtöskuserían

Birt með fyrirvara um breytingar!

Í septembersendingu bókaklúbbanna fóru eftirfarandi bækur til áskrifenda:

Vetrargulrætur e. Rögnu Sigurðardóttur & Sagan af Washington Black e. Esi Edugyan – Uglan
Dýrbítar e. Óskar Magnússon – Hrafninn
Vetrargulrætur e. Rögnu Sigurðardóttur – Handtöskuserían