Við skjótum títuprjónum
2020

Við skjótum títuprjónum

Höfundur: Hallgrímur Helgason

Við erum fangar frelsis

Sem sagan gaf okkur

Saddir og sælir

Samviskunagandi fangar

 

Hallgrímur Helgason kann þá list að hræra upp í fólki og brýna það, um leið og hann bendir á mótsagnirnar, tvöfeldnina og tilgangsleysið allt í kringum okkur. Við skjótum títuprjónum er ljóðabálkur sem ortur var á árunum 2016-2020 og talar beint inn í samtímann. Púlsinn er tekinn á líðan þjóðar sem hrósar sínu lífshappi en útvistar erfiðum málum með læktakkanum. Hér flaggar skáldið mælsku hliðinni og flakkar stöðugt á milli forma, úr frjálsu í hefðbundið, yfir í talmál og rapp.