Veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2013 290 5.690 kr.
spinner

Veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Útgefandi : JPV

5.690 kr.

Veiðar á villtum fuglum og spendýrum
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2013 290 5.690 kr.
spinner

Um bókina


Ný og uppfærð 2013!

Bókinni Veiðum á villtum fuglum og spendýrum er ætlað að uppfylla tvö meginmarkmið; annars vegar að efla þekkingu hins almenna skotveiðimanns á veiðum og bráð og hins vegar að safna saman í eina bók öllu því sem veiðimönnum ber að kunna til að standast hæfnipróf. Hér er því kominn saman geysimikill fróðleikur um veiðimennsku og villibráð og er óhætt að segja að bókin sé ómissandi fyrir alla íslenska veiðimenn.

Hér er fjallað um veiðiaðferðir, veiðibráð, siðfræði og lög og reglur sem gilda um veiðar. Á meðal þess sem rætt er í bókinni má nefna hreindýraveiði, minkaveiði, refaveiði, fuglaveiði, selveiði, meðferð skotvopna á veiðum, veiðimenn og náttúruvernd, stofnvistfræði, útbúnað og öryggi á veiðislóð, veiðikortakerfið, veiðihunda, mannúðlegar veiðar, skotveiðar á sjó og vatni og flest annað sem veiðimenn fýsir að vita. Í bókinni eru á fjórða hundrað litljósmynda, teikninga og skýringarmynda.

Veiðar á villtum fuglum og spendýrum er eftir Einar Guðmann, sérfræðing hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar og umsjónarmann skotvopnanámskeiða stofnunarinnar.


Tengdar bækur